sudurnes.net
Fjölskyldum sem þiggja fjárhagsaðstoð hjá Reykjanesbæ fer fækkandi - Local Sudurnes
Í mars og apríl fækkaði umsóknum um endurnýjun á framfærslustyrk milli mánaða umtalsvert. Í mars voru 21 umsækjandi sem ekki endurnýjaði umsókn sína. Í apríl voru 26 umsækjendur sem ekki endurnýjuðu umsóknir sínar. Þetta kom fram á fundi Velferðarráðs Reykjanesbæjar þann 13. maí síðastliðinn. Í mars 2016 var greitt til framfærslu kr. 14.425.608,-. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 128. Árið 2015 var í sama mánuði greitt kr. 16.948.762,- til framfærslu. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 166. Í apríl 2016 var greitt til framfærslu kr. 12.674.916,-. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 116. Árið 2015 var í sama mánuði greitt kr. 18.531.709 til framfærslu. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 169. Þá var farið yfir fjölda umsækjenda á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði í Reykjanesbæ á fundinum. Fram kom að um áramót voru 119 umsækjendur á biðlista, þar á bakvið voru 93 börn. Í apríllok 2016 voru 125 umsækjendur á biðlista, þar á bakvið voru 95 börn. Meira frá SuðurnesjumSorpeyðingarstöð tapaði rúmlega milljón á síðasta áriReykjanesbæ ber að afhenda samninga við ThorsilAldrei meiri afgangur af reglubundnum rekstri hjá ReykjanesbæKeflvíkingar kaupa öflugan U21 landsliðsmann21% fjölgun farþega hjá IcelandairLoka hluta Hafnargötu vegna framkvæmdaAukinn hagnaður af rekstri KölkuKynna breytingar á húsnæði við HafnargötuUmhverfisdagar í SuðurnesjabæSamningslaus Sindri semur við Grindavík