sudurnes.net
Fjölmennt á fundi Isavia um deiliskipulag á Keflavíkurflugvelli - Local Sudurnes
Um 80 manns sóttu samráðsfund um drög að nýju deiliskipulagi fyrir austur- og vestursvæði Keflavíkurflugvallar í Hljómahöll í Reykjanesbæ, þann 25. október síðastliðinn. Deiliskipulaginu er ætlað að skilgreina og útfæra byggðarmynstur og umferðarflæði flugvallarsvæðisins og afmarka byggingarreiti. Elín Árnadóttir aðstoðarforstjóri Isavia opnaði fundinn og sagði frá því hvernig skipulagsvinnan færi fram og um hvað fundurinn snerist. Guðný María Jóhannsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri Þróunar og stjórnunar hjá Isavia fór yfir hugmyndir um flughafnarborg, Airport City, svæði sem nær til flugvallarins, flugstöðvarinnar, fraktsvæða, skrifstofubygginga, verslunar, þjónustu og hótela – í raun allrar þeirrar þjónustu sem hagnast mest af því að vera tengd alþjóðaflugvelli með öflugar flugtengingar. Guðný tók dæmi um flugvelli sem hafa markað sér skýra stefnu í skipulagi flughafnarborga, tækifærin sem skapast við skýra stefnumótun í þessum efnum og hvað samfélagið í kringum flugvöllinn getur hagnast á því. Fulltrúar Hornsteina arkitekta kynntu svo deiliskipulagsdrögin, áður en fundargestum var skipt upp í hópa þar sem ræddar voru hugmyndir og ábendingar hvers hagsmunahóps. Deiliskipulagsdrögin er að finna hér og stendur forkynning yfir til 15. nóvember 2016. Á meðan á forkynningartímabili stendur er hægt að koma ábendingum og fyrirspurnum til skipulagsfulltrúa Keflavíkurflugvallar á skipulagsfulltrui@isavia.is. Meira frá SuðurnesjumSverrir vildi komast yfir fleiri Kadeco-eignirÓska eftir skriflegum rökstuðningi eftir [...]