Nýjast á Local Suðurnes

Fjölmenn minningarstund við Reykjanesbraut

Fjölmenn minningarstund var haldin á Reykjanesbraut í kvöld, til minningar um Jóhannes Hilmar Jóhannesson, sem lést í umferðaslysi á mótum Hafnarvegar og Reykjanesbrautar þann 7. júlí síðastliðinn. Reykjanesbraut var lokað frá hringtorgi við Fitjar og frá hringtorgi við Grænás á meðan á athöfninni stóð.

Óskar Húnfjörð, formaður Arna, flutti ávarp þar sem hann hvatti  bifhjólafólk til að klæðast sýnilegri fatnaði og ökumenn bifreiða til þess að veita bifhjólum athygli í umferðinni, meðal annars með því að spyrja sig spurningarinnar „Er bifhjólamaður í nánd?“ Að athöfn lokinni var boðið til kaffisamsætis í félagsheimili bifhjólaklúbbsins á Ásbrú.

minningarath