Nýjast á Local Suðurnes

Fjölhæfir hafnarstarfsmenn gerðu við skemmdar tennur

Það er óhætt að segja að það sé ansi vítt starfssviðið hjá hafnarstarfsmönnum Reykjanesbæjar en á meðal þeirra verkefna sem þeir hafa þurft að fást við undanfarið er að laga ýmis “meiðsli” sem Skessan í hellinum hefur orðið fyrir að undanförnu.

Undanfarin misseri hafa starfsmennirnir gert við tábrot, fingurbrot, skipt um læri á frúnni og nú í morgun voru það tannviðgerðir sem voru á dagsrá hjá hafnarstarfsmönnunum fjölhæfu – Þeir vonast til að Skessan fái frið frá skemmdarverkum, en hún hefur mikið aðdráttarafl, enda skemmtilegur staður fyrir börn, fullorðna og ferðamenn af öllum þjóðernum.

Skessan var plástruð á dögunum