Nýjast á Local Suðurnes

Fjölgun atvinnutækifæra kynnt í beinni

Undanfarnar vikur hefur Reykjanesbær unnið að kortlagningu og greiningum á þeim möguleikum sem standa til boða varðandi fjölgun atvinnutækifæra á svæðinu, meðal annars í gegnum þau úrræði sem ríkisstjórnin hefur kynnt.

Til stendura að kynna þau verkefni sem þegar eru á  teikniborðinu á íbúafundi í beinu streymi á Facebook síðu Reykjanesbæjar fimmtudaginn 14. maí næstkomandi, kl. 17.30. Á fundinum verður staðan kynnt auk þess sem fólki býðst að senda inn spurningar á reykjanesbaer@reykjanesbaer.is sem reynt verður eftir fremsta megni að svara.

Upptaka af fundinum verður síðan aðgengileg á sömu síðu fyrir þá sem ekki geta fylgst með streyminu beint.