sudurnes.net
Fjölgar í einangrun en fækkar í sóttkví - Local Sudurnes
Sec einstaklingar hafa greinst með kórónuveirusmit á Suðurnesjum undanfarna daga og eru í einangrun. Þetta kemur fram á vef Embættis landlæknis og Almannavarna, covid.is. Síðustu daga hafa 2-4 verið í einangrun á svæðinu. 22 einstaklingar sæta sóttkví á svæðinu samkvæmt sama vef, en samkvæmt tölum í gær voru þeir 28 þannig að fækkað hefur um sex einstaklinga í sóttkví á milli daga. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja birtir reglulega fréttir af starfseminni á Facebook og eru Suðurnesjamenn eru hvattir til að fylgja HSS á Facebook. Meira frá SuðurnesjumEkkert smit og Suðurnesjafólki í sóttkví fækkar örtÍbúðir fasteignafélags Skúla Mogensen á Ásbrú til söluVorhreinsun 24.-28. apríl – Reykjanesbær fjarlægir það sem til fellurLítilsháttar umferðartafir vegna framkvæmda í dagRekstrarafkoma Isavia hækkar um rúman milljarð – Gera ráð fyrir 37% farþegaaukninguBýðst til að flytja bóluefni landshluta á milli fríttÁsmundur ekki bæjarstjóraefni SjálfstæðisflokksTveir snarpir skjálftar við GrindavíkFramlög úr Jöfnunarsjóði til reksturs grunnskóla – Rúmlega milljarður til SuðurnesjaStrætó verður á ferðinni alla páskana