Nýjast á Local Suðurnes

Fjölgar á atvinnuleysisskrá á milli ára

Tæplega 500 manns voru skráðir á atvinnuleysisskrá hjá Vinnumálastofnun á Suðurnesjum í mars síðastliðnum á móti tæplega 350 manns í febrúar 2017. Þetta kom fram í kynningu forstöðumanns Vinnumálastofnunar á stjórnarfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS), sem haldinn var á dögunum. Á fundinum kom jafnframt fram að 79 manns hafa verið á atvinnuleysisskrá í ár eða lengur.

Vinnumarkaðurinn á Suðurnesjum telur alls um 15.280 manns og var fjölgun um 1.750 manns á milli áranna 2016-2017.

Stjórn SSS lagði fram bókun á fundinum þar sem segir að greinilegt sé að styrkja þurfi skrifstofu Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum til að takast á við þá fordæmalausu stöðu sem er á svæðinu og fól stjórn SSS framkvæmdastjóra sambandsins að bóka fund með forstjóra Vinnumálastofnunnar þar sem farið verður yfir stöðu mála á vinnumarkaði á Suðurnesjum.