sudurnes.net
Fjölga smáhýsum í Reykjanesbæ - Local Sudurnes
Vinna er hafin við að fjölga smáhúsum í Reykjanesbæ, en um er að ræða húsnæði fyrir einstaklinga með vímuefna- og geðvanda,. Áætlað er að húsin verði um 25-30 fermetrar að stærð. Tvær staðsetningar eru til skoðunar, önnur við Hákotstanga í Innri- Njarðvík og hin við Gróf í Keflavík. Ef áætlanir ganga eftir munu fyrstu íbúarnir geta flutt inn við lok árs, segir í tilkynningu frá Reykjanesbæ. Smáhús eru öruggt húsnæði fyrir einstaklinga með vímuefna- og geðvanda, kallan sólarhringinn. Tvö smáhús eru nú þegar í útleigu fyrir íbúa Reykjanesbæjar og hafa nýst þeim íbúum vel. Nauðsynlegt er að byggja fleiri smáhús og fara í markvisst starf með stefnu í þjónustu við einstaklinga með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Með áætlaðri aukningu mætir sveitarfélagið íbúum sem eru í ríkri þörf fyrir sérhæfðan stuðning. Mikilvægt er að smáhúsin séu í nálægð við almenningssamgöngur og aðra nauðsynlega þjónustu, líkt og matvöruverslun, apótek og heilbrigðisþjónustu. Með tilkomu smáhúsanna er húsnæðiskostum sem standa heimilislausu fólki fjölgað. Smáhúsin eru heimili fólks og er íbúum þeirra veitt þjónusta sem byggir á hugmyndafræði Húsnæði fyrst sem snýst um að fólk eigi rétt á húsnæði og geti haldið því með einstaklingsbundinni þjónustu undir formerkjum skaðaminnkunar. „Þetta er gríðarlega mikilvægt því öruggt [...]