sudurnes.net
Fjöldi sveitarfélaga tekið upp verklagið frá Suðurnesjum í meðferð heimilisofbeldismála - Local Sudurnes
Tilraunaverkefni í meðferð heimilisofbeldismála sem hlaut nafnið „Að halda glugganum opnum“ og var samstarfsverkefni lögreglu, félagsþjónustu og barnaverndaryfirvalda á Suðurnesjum lauk formlega í janúarlok 2014, það var þó samdóma álit þeirra sem að verkefninu stóðu að góður árangur hefði náðst og tilraunin hefði tekist mjög vel. Ákveðið var að halda samstarfinu áfram og fylgja því verklagi sem mótast hafði á tilraunaárinu við meðferð heimilisofbeldismála. Sú athygli sem meðferð heimilisofbeldismála á Suðurnesjum fékk í samfélaginu varð til þess að kallað var eftir kynningu á þessari nýju nálgun. Fulltrúar embættis Lögreglustjórans á Suðurnesjum stóðu að kynningum í Lögregluskóla ríkisins, fyrir starfsfólk velferðarráðuneytisins, hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og hjá félagsþjónustu Reykjavíkurborgar, þar sem verklagið hefur nýlega verið tekið upp. Lögreglan á Suðurnesjum leggur mikla áherslu á að vinna vel með börnum og eru tíðir gestir á leikskólum svæðisins Verkefnið hefur vakið athygli erlendis Verkefnið hefur verið kynnt á ráðstefnum í Madrid á Spáni og Tempere í Finnlandi. Embætti Lögreglustjórans á Suðurnesjum hefur einnig fengið heimsóknir hópa frá Noregi og Póllandi. Yfirstjórn embættisins fór einnig í náms- og kynnisferð til lögreglunnar á StórManchester svæðinu í Bretlandi (Greater Manchester Police) í tengslum við verkefnið og fékk meðal annars kynningu á meðferð á heimilisofbeldismálum þar, og þá [...]