sudurnes.net
Fjölbreyttur matur frá öllum heimshornum á Menningarheimar mætast - Local Sudurnes
Alþjóðateymi Reykjanesbæjar ásamt Khalifa Mushib, skjólstæðingi samræmdrar móttöku flóttafólks í Reykjanesbæ, hefur ákveðið að stefna til hátíðarhalda þar sem allir eru velkomnir til að upplifa fjölbreytta menningu með mat frá ýmsu heimshornum, þar sem ungir jafnt sem aldnir geti skemmt sér. Markmið hátíðarinnar er að menningarheimar Reykjanesbæjar mætist. Khalifa hefur mikla ástríðu fyrir matargerð og veit að matur er mannsins megin og góður grunnur til að sameina fólk, segir á vef Reykjanesbæjar. Hann sótti um styrk fyrir hátíðina til Andrýmis, en Andrými er verkefni á vegum Reykjanesbæjar þar sem lögð er áhersla á að efla notkun á opnum svæðum í sveitarfélaginu, og stuðla að sjálfbærri þróun þeirra svæða. Fjölmenningarhátíðin Menningarheimar mætast verður haldin laugardaginn 3. júní frá klukkan 14:00 til 17:00 á Ráðhústorginu, við Tjarnargötu 12. Boðið verður upp á fjölbreyttan mat frá ýmsum þjóðum og skemmtidagskrá fyrir börn. Frítt er á viðburðinn og allir hjartanlega velkomnir. Meira frá SuðurnesjumRéttað í Þórkötlustaðarétt á laugardaginnMeð blik í auga hópurinn fékk SúlunaTöfrar og skemmtilegheit á þjóðhátíðardaginn í VogumBlöðrur og bombur á Pallaballi á LjósanóttGerum Ljósanæturhátíðina ánægjulega fyrir börnin okkar – Frá upphafi til endaLjósanótt er hátíð fyrir alla fjölskylduna – Biðla til foreldra að virða útivistarreglurBjóða Grindvíkingum til skötuveisluHandverkssýning eldri borgara – Fjöldi skemmtiatriða [...]