Nýjast á Local Suðurnes

Fjölbreytt úrval námskeiða á endurmenntunardögum leik- og grunnskólakennara

Endurmenntunardagar skólanna í Reykjanesbæ, Garði og Sandgerði fara fram dagana 10. og 11. ágúst. Boðið er upp á fjölbreytt úrval námskeiða en alls eru haldin um tuttugu fræðsluerindi.

Að þessu sinni er um er að ræða sameiginlega endurmenntun fyrir leik- og grunnskólakennara og er það í fyrsta sinn sem það er gert í tengslum við þessa daga. Eftir hádegi þann 11. ágúst verður haldinn haustfundur í Stapa þar sem þátttakendur hlýða meðal annars á áhugaverðan fyrirlestur um fjölmenningu.

Dagskrá haustfundar má nálgast hér. – 117KB