Nýjast á Local Suðurnes

Fjögurra bjóra hlaup á bæjarhátíð


Litla brugghúsið tekur þátt í bæjarhátíðinni í Suðurnesjabæ með svokölluðu bjorhlaupi.

Við ætlum að vera með bjórhlaup þann 27.ágúst nk. Hlaupin verður bjórmíla (eða svo gott sem) sem þýðir samtals fjórir bjórar og 1,6km.

Þau sem náð hafa 20 ára aldri og eru ekki á bíl geta tekið þátt. Það kostar 3000 kr. að taka þátt í hlaupinu og skal það greitt á staðnum áður en hlaupið hefst, en hægt er að greiða með bæði korti og peningum.

Mæting er kl. 15:30 hjá Víðishúsinu en hlaupið hefst kl. 16:00 með fyrsta bjór en tvær bjórstöðvar verða á leðinni og svo lokastöðin verður hjá okkur í Litla Brugghúsinu.

Við óskum eftir því að einstaklingar forskrái sig á þessari síðu:
https://www.formpl.us/form/5036551469924352

Þó það sé alltaf gaman að sigra hlaup, þá er þetta hlaup til þess að skemmta sér, njóta og reyna að finna jafnvægið á milli hlaupa og því að halda sér í réttu vökva jafnvægi.

Við hvetjum einstaklinga af öllum kynjum að taka þátt og skemmta sér, segir á Facebooksíðu fyrirtækisins.