sudurnes.net
Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar - Gera ráð fyrir lækkun útsvars árið 2018 - Local Sudurnes
Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar fyrir árin 2017 – 2022, var lögð fram þriðjudaginn 1. nóvember 2016 og fór til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi. Reykjanesbær leggur að þessu sinni fram fjárhagsáætlun til 6 ára, 2017-2022. Í fjárhagsáætluninni kemur fram að í bæjarsjóði (A-hluta) batnar framlegð rekstrar verulega frá árinu 2015 sem og frá útkomuspá 2016 og verður um 1.511 m.kr. Í Sókninni sem var kynnt fyrir tveimur árum er gert ráð fyrir að framlegð úr rekstri bæjarins þyrfti að aukast um 900 m.kr. Rekstrarniðurstaða eftir afskriftir í bæjarsjóði er jákvæð og er um 1.117 m.kr. Vegna skuldastöðu bæjarfélagsins eru fjármagnsgjöldin há m.a. að teknu tilliti til áætlaðrar verðbólgu sbr. Þjóðhagsspá og eru fjármagnsgjöldin áætluð 1.516 m.kr. í bæjarsjóði. Gert er ráð fyrir að fjármagn vegna nýframkvæmda verði 300 m.kr. Einnig er gert ráð fyrir að á árinu 2017 verði byggður nýr leikskóli og á árinu 2018 verði byggður 1. áfangi af nýjum grunnskóla. Gert er ráð fyrir 1,6% íbúafjölgun árlega frá árinu 2017. Útsvar verður 15,05% á árinu 2017 en mun svo lækka aftur í 14,52% frá 1. janúar 2018. Hvað varðar skuldir og skuldbindingar Reykjanesbæjar og dótturfyrirtækja (Reykjaneshöfn og Fasteignir Reykjanesbæjar) þá er í þessari fjárhagsáætlun gert ráð fyrir endurfjármögnun lána og leiguskuldbindinga. Helstu niðurstöður eru eftirfarandi: Rekstrarniðurstaða samstæðu (A+B hluti) árið [...]