sudurnes.net
Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar - Framlegð batnar verulega - Local Sudurnes
Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar fyrir árin 2017 – 2020, verður lögð fram til seinni umræðu þriðjudaginn 20. desember næstkomandi. Í fjárhagsáætluninni kemur fram að framlegð rekstrar A-hluta batnar verulega frá árinu 2015 sem og frá útkomuspá 2016 og verður um 1.511 m.kr. árið 2017. Í Sókninni sem var kynnt fyrir tveimur árum er gert ráð fyrir að framlegð úr rekstri bæjarins þyrfti að aukast um 900 m.kr. Rekstrarniðurstaða eftir afskriftir í bæjarsjóði er jákvæð og er um 1.173 m.kr. Gert er ráð fyrir að fjármagn vegna nýframkvæmda verði 300 m.kr. Einnig er gert ráð fyrir að á árinu 2017 verði leikskólaplássum fjölgað og á árinu 2018 verði byggður 1. áfangi nýs grunnskóla. Gert er ráð fyrir 1,6% íbúafjölgun árlega frá árinu 2017. Útsvar verður 15,05% á árinu 2017 en mun svo lækka aftur í 14,52% frá 1. janúar 2018. Hvað varðar skuldir og skuldbindingar Reykjanesbæjar og dótturfyrirtækja (Reykjaneshöfn og Fasteignir Reykjanesbæjar) þá er í þessari fjárhagsáætlun gert ráð fyrir endurskipulagningu efnahags. Helstu niðurstöður eru eftirfarandi: Rekstrarniðurstaða samstæðu (A+B hluti) árið 2017 er jákvæð um 386 m.kr. Rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs (A hluti) árið 2017 er neikvæð um 187 m.kr. Eignir samstæðu árið 2017 er 45,8 milljarða.kr. Eignir bæjarsjóðs árið 2017 er um 24,5 milljarða.kr. Skuldir og skuldbindingar samstæðu árið 2017 er 39 [...]