Nýjast á Local Suðurnes

Fínt veður um allt land um helgina

Besta veðrið um verslunarmannahelgina, mestu ferðahelgi ársins, verður á sunnu­dag og mánu­dag og munu hita­töl­ur norðan heiða ná tveggja stafa tölu, en hitinn mun samkvæmt spánni rétt ná í 10 gráður fyrir norðan. Þetta má sjá ef rýnt er í spákort Veðurstofu Íslands.

Besta veðrið eða í það minnsta mesti hitinn mun vera á sunnanverðu landinu en samkvæmt spá veðurstofunnar verður hitinn á bil­inu 12-15 stig sunn­an heiða og sól­ríkt.

hitaspa

Rautt er gott! Hitaspá Veðurstofu Íslands fyrir sunnudag – Mynd: Skjáskot vefur Veðurstofunnar

Það stefnir í að helgarveðrið verði því fínt í Vestmannaeyjum fyrir þá sem kjósa að kíkja á þjóðhátíð. Veðrið verður sömuleiðis fínt á Ísafirði en þar fer mýrarboltinn vinsæli fram um helgina, samkvæmt spánni mun aðeins rigna á á vestfjörðum fyrri part helgarinnar en það ætti að henta fínt fyrir þá sem ætla sér að taka þátt í mýrarboltanum.