Nýjast á Local Suðurnes

Fínt veður næstu daga

Veðrið á Suðurnesjum hefur verið milt og gott undanfarna daga og samkvæmt spám veðurfræðinga er það ekkert að fara að breytast næstu daga. Í dag er spáð 8-17 stiga hita á landinu og að hlýjast verði á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi.

Spá­in á landinu næstu daga er svo þessi:

Á fimmtu­dag:
Hæg aust­læg eða breyti­leg átt og bjart með köfl­um, en skýjað suðaust­an­til á land­inu. Hiti 7 til 18 stig, sval­ast fyr­ir aust­an.

Á föstu­dag, laug­ar­dag, sunnu­dag, mánu­dag og þriðju­dag:
Aust­læg átt 3-8 m/​s, en 8-13 með S-strönd­inni. Yf­ir­leitt bjart veður um landið vest­an- og norðan­vert og hiti 14 til 22 stig.

Skýjað og úr­komu­lítið á Suðaust­ur­landi og Aust­fjörðum og hiti 8 til 13 stig á þeim slóðum.

Nánar á vedur.is