sudurnes.net
Finndu út hvar er best að búa á Suðurnesjum - Local Sudurnes
Viðskiptaráð hef­ur opnað nýj­an ör­vef þar sem mögulegt er að bera sam­an kostnaðinn við að búa í mis­mun­andi sveit­ar­fé­lög­um. Á vefn­um er hægt að setja inn upplýsingar um forsendur út frá búsetu, fjölskyldusamsetningu, launatekjum og stærð húsnæðis. Í til­kynn­ingu frá Viðskiptaráði kemur fram að hægt sé að sjá yf­ir­lit yfir skatta, gjöld og skuld­ir sveit­ar­fé­lag­anna. Einnig er hægt að bera niður­stöðurn­ar sam­an við landsmeðaltal og stilla upp sam­an­b­urði á milli ákveðinna sveit­ar­fé­laga, að því er kem­ur fram í til­kynn­ingunni. Í tilkynningu Viðskiptaráðs er tekið dæmi um eftirfarandi fjölskyldu: Foreldrar og tvö börn Samanlögð laun foreldranna eru 1 milljón króna á mánuði fyrir skatt Annað barnið er á leikskóla og hitt í grunnskóla Fjölskyldan býr í 100 fm íbúð í Reykjavík Þegar upplýsingar um fjölskylduna eru slegnar inn kemur í ljós að af sveitarfélögunum á Suðurnesjum sé best að búa í Garði sem lendir í 15. sæti á landsvísu, Reykjanesbær er í 42. sæti yfir þau sveitarfélög þar sem hagstæðast er fyrir fjölskylduna að búa, Sandgerðisbær í 52. og Grindavíkurbær í því 57.. Miðað við gefnar forsendur fjölskyldunnar væri hagstæðast að búa í Grímsnes- og Grafningshreppi en óhagstæðast að búa á Grundarfirði. Meira frá SuðurnesjumBest að búa í Grindavík – Reykjanesbær neðstur á listaMikill [...]