sudurnes.net
Fimmtíu þúsund króna inneign í verðlaun í nafnasamkeppni - Local Sudurnes
Ekki er enn búið að ákveða nafn á nýja verslun sem opnar í Vogum á næstu dögum, eins og greint var frá um miðjan síðasta mánuð þegar samningar tókust á milli sveitarfélagsins og rekstraraðila verslunarinnar um leigu á húsnæði í eigu sveitarfélagsins. Rekstraraðilar verslunarinnar, Grocery Store ehf. hafa ákveðið að efna til nafnasamkeppni. Nafnasamkeppnin er öllum opin og íbúar eru hvattir til að taka þátt. Frestur til að skila inn tillögum að nafni er til og með 14. febrúar næstkomandi og skulu þær berast á netfangið mary.weryszko@gmail.com Í verðlaun fyrir bestu hugmyndina er 50 þúsund króna gjafabréf í nýju versluninni. Meira frá SuðurnesjumOpna matvöruverslun í VogumBoðið upp á kaffiveitingar á lokadegi nafnakosningar – Bindandi verði þátttakan yfir 50%Rúmlega þúsund undirskriftir gegn öryggisvistunHandtekinn um borð í flugvél eftir þjófnað úr fríhafnarverslunGrindavíkur-appið – Allt um Grindavík á einum staðFíkniefnaleitarhundurinn Clarissa situr ekki auðum loppumVilja að gerðir verði göngustígar á milli allra byggðakjarna á SuðurnesjumMND félagið verðlaunar nemendur úr Heiðarskóla og NjarðvíkurskólaEkkert smit undanfarna fjóra daga – Um 50 í sóttkvíRisablaðra á setningu Ljósanætur – Yfir 100 viðburðir og sýnendur á hátíðinni