sudurnes.net
Fimm mánaða skilorð fyrir kynferðisbrot fyrir utan skemmtistað í Reykjanesbæ - Local Sudurnes
Karlmaður hlaut, í byrjum marsmánaðar, fimm mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir kynferðisbrot gegn konu sem framið var fyrir utan skemmtistað í Reykjanesbæ í september árið 2018. Dómurinn er meðal annars byggður á DNA-sýnum sem tekin voru af fingrum ákærða eftir að brotin voru framin. Maðurinn var dæmdur fyrir að hafa beitt konuna ólögmætri nauðung með því að strjúka yfir rass og kynfæri hennar utan- og innanklæða og stinga fingri inn í leggöng hennar án þess að hafa til þess samþykki hennar. Auk DNA-sýnatökunnar var stuðst við frásögn stúlkunnar sem þótti trúverðug. Þá þótti ljóst vera af framburði bæði ákærða og brotaþola fyrir dómi að þau áttu samskipti umrædda nótt og að telja verði óumdeilt og ljóst að þeim samskiptum hafi lokið utan við skemmtistaðinn eftir að ákærði hafði strokið brotaþola innan klæða, þar á meðal á kynfærasvæði. Auk fimm mánaða skilorðsbundins dóms var maðurinn dæmdur til að greiða stúlkunni 500.000 krónur í miskabætur auk vaxta. Meira frá SuðurnesjumMikið verið framkvæmt í Reykjanesbæ í sumarStarfsemi leikskóla komin í eðlilegt horf eftir mygluvandamálFlestir starfsmenn United Silicon búsettir í Reykjanesbæ – Hafa greitt laun á réttum tímaStrætóakstur í Reykjanesbæ verður boðinn út aftur113 kusu í prófkjöri Pírata – Smári McCarthy efstur á listaStöðvaður á [...]