sudurnes.net
Fimm fluttir á sjúkrahús eftir harðan árekstur á Reykjanesbraut - Local Sudurnes
Fimm voru fluttir undir læknis hendur um síðustu helgi eftir að harður árekstur varð á Reykjanesbraut. Atvikið bar að með þeim hætti að ökumaður ók bifreið sinni aftan á aðra bifreið með þeim afleiðingum að hún kastaðist yfir á öfugan vegarhelming. Bifreið sem kom úr gagnstæðri átt hafnaði í hliðinni á síðarnefndu bifreiðinni. Ökumenn tveggja bifreiða voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, en ökumaður og tveir farþegar hinnar þriðju voru fluttir á sjúkrahús í Reykjavík eftir viðkomu á HSS. Ökumaður slasaðist nokkuð en farþegarnir sluppu betur. Allar bifreiðirnar voru óökufærar og voru fluttar af vettvangi með dráttarbifreið. Meira frá SuðurnesjumHandteknar um borð í vél Icelandair – Reyndu að stöðva brottvísun hælisleitandaSláttur hafinn á opnum svæðum – Íbúar fjarlægi fellihýsiLeggur til að sveitarfélögin á Suðurnesjum skipuleggi svæði fyrir SamviskugarðaSteingrímur J.: “Ríkur vilji heimafyrir hélt Sparisjóðnum gangandi”Fá rýmri tíma í GrindavíkVilja byggja 74 íbúðir við Hafnargötu 12 – Opinn kynningarfundurÍbúar hefðu átt að láta í sér heyra fyrr – Yfir 60% voru hlynntir uppbyggingu í HelguvíkKísilver í fjárhagskrísu – Magnús yfirgefur stjórn USi og óvissa um fjármögnun ThorsilAllt að 60% af ráðstöfunartekjum fer í húsaleigu – Leiguverð hæst í NjarðvíkSnjallúrsnotandi rásandi úti um allan veg