Nýjast á Local Suðurnes

Fimm á ferðinni í vinnuvél – Stjórnandinn réttindalaus

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Lögreglumenn, við eftirlitsstörf á Keflavíkurflugvelli, sáu þar óæskilega sjón í gærmorgun. Þar var vinnuvél ekið um flughlað og var þétt setið í framsæti hennar, sem er bekkur, þar sem sátu þrír farþegar auk ökumanns. Í körfu vinnuvélarinnar var svo fimmti maðurinn.

Við athugun kom í ljós að ökumaðurinn hafði ekki  réttindi til að aka vinnuvél af þessu tagi. Honum var því tjáð að hann gæti ekki haldið áfram vinnu á vélinni og jafnframt var farþegunum smalað úr og héldu þeir brott með öðrum hætti.