Nýjast á Local Suðurnes

Fengu tuttugu spjaldtölvur og heyrnartól að gjöf

Starfsfólk Heilbrigðisstofnunnar Suðurnesja hefur síðustu daga fundið mikinn hlýhug í samfélaginu og meðal annars hafa borist tuttugu spjaldtölvur og heyrnartól fyrir inniliggjandi sjúklinga á legudeildinni í Reykjanesbæ og Víðihlíð í Grindavík.

Lionsklúbbar og Lionessur í Reykjanesbæ gáfu fjögur sett, Slysavarnardeild Þórkötlu í Grindavík gaf slíkt hið sama, og velvildaraðilar sem vildu ekki láta nafns síns getið, gáfu tólf slík sett.

Tækin munu koma sér vel fyrir skjólstæðinga HSS, bæði til samskipta við aðstandendur í heimsóknabanninu sem nú hefur staðið í tæpar þrjár vikur, og eins til afþreyingar.

Starfsfólk og stjórnendur HSS kunna þessum aðilum, og öllum þeim sem hafa sýnt starfinu stuðning síðustu daga með ráðum og dáð, bestu þakkir fyrir samstöðuna.