Nýjast á Local Suðurnes

Fengu fjarvistir vegna þátttöku á þingi UMFÍ um ungt fólk og lýðræði

Ungmennaráðstefna UMFÍ fór fram á Hótel Borealis í Grímsnes- og Grafningshreppi dagana 21. – 23. mars síðastliðinn, en yfirskrift hennar var Ungt fólk og lýðræði.

Fulltrúar úr ungmennaráðum sveitarfélaganna á Suðurnesjum tóku að venju þátt í ráðstefnunni. Fulltrúar Ungmennaráðs Grindavíkurbæjar skiluðu fundargerðum sínum að lokinni ráðstefnunni til Frístunda- og menningarnefndar sveitarfélagsins á dögunum og voru fundargerðirnar teknar fyrir á fundi ráðsins þann 4. apríl síðastliðinn.

Ráðið ræddi fundargerðirnar, en sérstaka athygli vakti að nemendur sem voru fulltrúar Grindavíkurbæjar á þingi UMFÍ, ungt fólk og lýðræði, hafi ekki fengið leyfi frá fjölbrautaskólanum og fengið fjarvist vegna þátttökunnar.