Nýjast á Local Suðurnes

Fékk járnstykki í höfuðið og rotaðist

Slys varð í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum þegar ung stúlka missti stjórn á vespu og skall með hök­una á gang­stétt­ar­brún og var hún flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar. Þá var ekið á ungan dreng á Njarðvíkurbraut í Innri – Njarðvík, en hann hlaut nokkur beinbrot og var fluttur með sjúkrabíl á Landspítala.

Karl­maður sem var við vinnu sína á Kefla­vík­ur­flug­velli fékk járnstykki í höfuðið og rotaðist. Maðurinn var fluttur á HSS, segir í tilkynningu lögreglu.

Þá datt dreng­ur á reiðhjóli í Sand­gerði og var talið að hann hefði úlnliðsbrotnað og líkt og í ofangreindum tilvikum var drengnum komið undir læknishendur.