sudurnes.net
Fékk hraðasekt upp á 240 þúsund krónur - Local Sudurnes
Ökumaður sem ók Reykjanesbraut í vikunni mældist á 163 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Viðurlög við broti af því tagi eru 240 þúsund krónur í sekt, svipting ökuleyfis í þrjá mánuði og þrír punktar í ökuferilsskrá. Lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af fleiri ökumönnum vegna hraðaksturs og annarra umferðarlagabrota. Einn þeirra sem mældist á 146 km hraða, einnig á Reykjanesbraut, kvaðst ekki geta framvísað ökuskírteini því hann hefði aldrei öðlast ökuréttindi. Meira frá SuðurnesjumSautján ára á fleygiferðTólf kærðir fyrir hraðakstur – Sá sem hraðast ók fær 150.000 króna sektErlendur gat ekki greitt kvartmilljón á staðnum – Erfitt að ná í ferðamenn sem skulda sektirFullur á fleygiferð fær háa sektDýr hraðakstur á ReykjanesbrautLögreglan með klippurnar á loftiÞrettán óku of hratt og tveir undir áhrifum fíkniefnaÓk of hratt undir áhrifum fíkniefna – Sviptur á staðnumMældist á 149 kílómetra hraða – Svipting og 210 þúsund króna sektFær 230 þúsund króna sekt fyrir hraðakstur