Nýjast á Local Suðurnes

Fasteignaskattur hækkar þrátt fyrir lækkun álagningarhlutfalls

Myndin tengis fréttinni ekki beint

Verðlagseftirlit ASÍ hefur tekið saman breytingar á álagningu fasteignagjalda og útsvars hjá 15 fjölmennustu sveitarfélögum landsins frá 2018 til 2019. Fasteignagjöld hækka í flestum tilfellum milli ára þrátt fyrir að mörg sveitarfélög lækki álagningarhlutfall. Í mörgum tilfellum hækka gjöld mikið og má meðal annars sjá 32,9% hækkun á innheimtri lóðaleigu í sérbýli í Njarðvíkurhverfi í Reykjanesbæ.

Þrátt fyrir að álagningarhlutfall í Reykjanesbæ lækki um 25% hækkar innheimtur fasteignaskattur þar sem öll önnur gjöld hækka, lóðarleiga um 30% (lóðaleiga í fjölbýli hjá Reykjanesbæ í Keflavík um 28,6% og um 28,2% í Njarðvík. Í sérbýli hækkar lóðaleigan mest í Reykjanesbæ, þar sem hún hækkar um  32,9% í Njarðvík  og um 31,5% í Keflavík) Vatnsgjald hækkar um 4%, fráveitugjald um tæp 15% og sorphirðugjald um 4%.

Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum þann 27. júní síðastliðinn að stefnt skuli að því að lækka álagningarstuðul fasteignagjalda í Reykjanesbæ þannig að ekki komi til hækkunar á fasteignaskatti vegna breytingar á fasteignamati sem taka á gildi árið 2020.

Nánar má lesa um samanburð á 15 stærstu sveitarfélögunum á vef ASÍ, en eftirfarandi fyrirvarar eru settir við könnunina: Fasteignagjöld samanstanda af fasteignasköttum, fráveitugjaldi, vatnsgjaldi, lóðaleigu og sorphirðugjöldum. Gjöldin eru í flestum tilfellum innheimt sem hlutfall af fasteigna- eða lóðamati en geta einnig verið innheimt með blöndu af föstu gjaldi og fermetragjaldi. Sorphirðugjöld eru þó ávallt innheimt sem fast gjald eða fjölda tunna á húsnæði. Til þess að átta sig á því hvernig fasteignagjöld breytast á milli ára er nauðsynlegt að skoða samhliða breytingar á álagningarhlutfalli sveitarfélaga sem og breytingar á fasteignamati í viðkomandi sveitarfélagi.