Nýjast á Local Suðurnes

Fasteignagjöld lækkuðu mest í Keflavík og Njarðvík

Verðlagseftirlit ASÍ hefur tekið saman breytingar á fasteignagjöldum milli áranna 2019 og 2020 í 15 fjölmennustu sveitarfélögum landsins. Breytingarnar eru reiknaðar í krónum miðað við meðal fasteigna- og lóðamat í ákveðnum hverfum hjá þeim sveitarfélögum sem eru til skoðunar en fasteignagjöld eru í flestum tilfellum lögð á miðað við fasteigna- og lóðamat.

Fasteignagjöldin lækkuðu mest í Keflavík sé miðað við 100 fm fjölbýli, -9,61% eða 28.722 kr. og næst mest í Njarðvík, -3,88% % eða um 10.223 kr. Sé miðað við 200 fm einbýli lækkuðu fasteignagjöldin mest á Ísafirði, -9,3% eða um 38.969 kr. og næst mest í Njarðvík, -4,4% eða um 24.364 kr.