Nýjast á Local Suðurnes

Farþegar með framlengd vegabréf í vandræðum

Lög­regl­an á Suður­nesj­um hefur fengið nokkur símtöl frá farþegum sem voru á leið til Norður­land­anna en þar sem þeir voru með fram­lengd vega­bréf komust þeir ekki leiðar sinn­ar. Samkvæmt frétt á mbl.is gat lög­regla ekk­ert gert fyr­ir farþeg­ana held­ur urðu þeir að leita á skrif­stofu sýslu­manns.

Lög­regl­an á Suður­nesj­um fram­lengdi áður sjö til tíu vega­bréf á degi hverj­um og var tek­in upp sú regla, eft­ir að breyt­ing­arn­ar lágu fyr­ir, að af­henda þeim sem fengu fram­leng­ingu upp­lýs­ing­ar um þær.

Þeir sem hafa nú und­ir hönd­um fram­lengd vega­bréf og þurfa á flýtiút­gáfu nýs vega­bréfs að halda munu greiða fyr­ir slíka út­gáfu sama gjald og um venju­lega út­gáfu væri að ræða til næstu ára­móta gegn fram­vís­un fram­lengds vega­bréfs.

Um­sókn um vega­bréf tek­ur að jafnaði 9 virka daga, þar er meðtal­inn send­ing­ar­tími á um­sókn­arstað eða til um­sækj­anda (inn­an­lands). At­hugið að ekki er hægt að sækja vega­bréf í af­greiðslu Þjóðskrár Íslands nema þegar um hraðaf­greiðslu er að ræða.