Nýjast á Local Suðurnes

Farþegar á Keflavíkurflugvelli fá smáskilaboð

Ferðamenn sem eiga leið um Kefla­vík­ur­flug­völl fá nú send smáskilaboð með upplýsingum um kórónaveiruna.

Í skila­boðunum kem­ur meðal ann­ars fram að ef fólk hef­ur verið í Kína, sér­stak­lega í borg­inni Wu­h­an síðustu fjór­tán daga, eigi það að fylgj­ast með vel með heilsu sinni þangað til fjór­tán dag­ar hafa liðið síðan það yf­ir­gaf svæðið.

Einnig er því bent á að hafa sam­band við lækna­vakt­ina ef það er með hita, hósta eða eigi  erfitt með and­ar­drátt.