sudurnes.net
Fara í viðhald gatna og kynna djarfar hugmyndir um úrbætur á Reykjanesbraut - Local Sudurnes
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ stefnir á að vinna áfram með Vegagerðinni og stjórnvöldum að úrbótum á Reykjanesbraut, fái flokkurinn til þess brautargengi í komandi kosningum. Þá telja frambjóðendur flokksins að ekki megi bíða með viðhaldsframkvæmdir á gatnakerfi innanbæjar í sveitarfélaginu. “Við munum setja þunga í viðhald gatna innanbæjar og hefja þær aðgerðir strax, fáum við stuðning til þess í komandi kosningum,” segir Ríkaharðu Ibsen, sem skipar fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokks, í samtali við Suðurnes.net. Þá segir Ríkharður að Sjálfstæðisflokkurinn muni áfram þrýsta á stjórnvöld varðandi tvöföldun Reykjanesbrautar, en einungis 50 milljónum króna var úthlutað í verkefnið af um fjögurra milljarða auka framkvæmdafé sem ríkisstjórnin eyrnamerkti umferðarmálum. “Auk tvöföldunnar viljum við einnig kanna leiðir til að auka öryggi enn frekar frá Fitjum að Grænás, meðal annars skoða þann möguleika að setja hluta brautarinnar í stokk á þeim kafla. Það er alls ekki gott að hluta íbúahverfi sveitarfélagsins í tvo hluta með þessari miklu umferðaræð,” segir Ríkharður. Meira frá SuðurnesjumSegja upp og endurnýja ekki leigusamninga sem eru við það að renna útBúist við mikilli eftirspurn yfir páskana – Farþegar hvattir til að bóka bílastæði fyrir brottförHafna áframhaldandi samstarfi við Janus HeilsueflinguHluti grunnskólabarna fær strætókort án endurgjaldsLeggja til við bæjarstjórn að óskað verði [...]