sudurnes.net
Fangelsi og milljón króna sekt fyrir að skemma lögreglubíl - Local Sudurnes
Maður sem ógnaði lögreglumönnum með öxi og skemmdi lögreglubíl þeirra í Reykjanesbæ á síðasta ári hefur verið dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir brot gegn valdstjórninni, brot á vopnalögum, tilraunar til sérlegra hættulegrar líkamsárásar og eignaspjöll. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða eina milljón króna vegna skemmda á lögreglubifreið, en hann hjó ítrekað með öxi í lögreglubílinn sem lögreglumennirnir komu á í útkallið. Skemmdi hann rúður bílsins, lista og vélarhlíf. Maðurinn játaði sök og mat Héraðsdómur Reykjaness það honum til málsbóta í málinu auk þess sem að hann var samvinnuþýður við rannsókn málsins. Var maðurinn sem fyrr segir dæmdur í níu mánaða fangelsi en þar af eru sex mánuðir skilorðsbundnir til tveggja ára. Meira frá SuðurnesjumÍRB með níu Íslandsmeistaratitla á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laugKeflavík í úrslit MaltbikarsinsSex af Suðurnesjum í fyrsta landsliðshóp Daníels GuðnaHaldlögðu öxi og gaddakylfu auk fíkniefna við húsleitSex framlengja við Keflavík15 ára Keflvíkurmær markahæst á FaxaflóamótinuRáðherra úthlutaði 96 milljónum króna – 200 þúsund krónur til SuðurnesjaFyrrverandi sparisjóðsstjóri neitaði sök við þingfestinguHeimavellir selja níu fjölbýlishús á ÁsbrúFjögurra vikna gæsluvarðhald fyrir ránstilraun