Nýjast á Local Suðurnes

Fær ekki að skrá lögheimili í Sandgerði

Óskar Þór Karlsson, einn af eigendum Ísfisks, fær ekki að búa í heilsárshúsi sínu í Nátthaga í Sandgerði samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjaness sem féll þann 8. desember síðastliðinn.

Fréttatíminn greindi frá því að Óskar Þór hafi stefnt Þjóðskrá Íslands fyrir dóm fyrir að veita sér ekki leyfi til þess að búa í húsinu. Deilan snýst um að Óskar flutti lögheimili sitt á Nátthaga árið 2007, en þar er sumarhúsabyggð. Bæjaryfirvöld hugðust þá breyta byggðinni í íbúabyggð, en horfið var frá því nokkru síðar en lögum samkvæmt er ekki hægt að vera með lögheimili í frístundabyggð. Fram kemur í dómnum að tveir aðilar hafi fengið skráð lögheimili í sömu byggð nokkru áður, og það stendur að mati dómsins.