Nýjast á Local Suðurnes

Fær 250.000 króna sekt fyrir hraðakstur

Ökumaður, sem lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði, mæld­ist á 166 km hraða á klukku­stund á Reykja­nes­braut, þar sem há­marks­hraði er 90 km/​klst. Hann var svipt­ur öku­leyfi til bráðabirgða og bíður hans sekt að upp­hæð 250 þúsund krón­ur.  

Ann­ar ökumaður mæld­ist á 151 km hraða og tveir til viðbót­ar óku yfir 130 þegar lög­regla hafði af­skipti af þeim. Ann­ar hinna síðast­nefndu er aðeins 17 ára, segir í tilkynningu.