sudurnes.net
Fækkar í einangrun og sóttkví á Suðurnesjum - Local Sudurnes
Alls eru 47 einstaklingar smitaðir af kórónuveirunni og í einangrun á Suðurnesjasvæðinu, en þeim hefur fækkað jafnt og þétt undanfarna daga en 60 manns voru í einangrun þann 20. október síðastliðinn, þegar sudurnes.net birti síðast frétt um málið. Nýjustu tölur má sjá á vef landlæknis og Almannavarna, covid.is, en þar kemur einnig fram að 119 einstklingar séu í sóttkví á svæðinu, en þeim hefur fækkað verulega undanfarið, en hátt í 500 einstaklingar voru í sóttkví á Suðurnesjum þegar mest lét í þriðju bylgju faraldursins sem nú gengur yfir. Meira frá SuðurnesjumFækkar hratt í einangrun og sóttkvíSextíu í einangrun – Fækkar verulega í sóttkvíSláandi niðurstöður í úttekt um fjárveitingar til landshluta – Boðað til opins fundarÞessar takmarkanir tóku gildi á miðnættiKeppa í Backhold á LjósanóttMikill áhugi á Græna iðngarðinum í HelguvíkHandtekinn eftir árekstur á Reykjanesbraut – Ók á bifreið sem endaði langt utanvegarSkjálfti að stærð 4,7 á Reykjaneshrygg – Hægt að fylgjast með skjálftavirkni í rauntímaFeðginin Jana María og Guðmundur Hreinsson í HljómahöllGefa 60% af innkomunni til HSS