sudurnes.net
Fæðingar ekki mögulegar á HSS - Local Sudurnes
Ljósmæðravakt heilbrigðisstofnunar Suðurnesja segja fæðingar ekki mögulegar hjá þeim þangað til hiti komi á Reykjanesið á ný. Stofnunin mun áfram sinna mæðravernd og bráðaþjónustu eins og vanalega. Þá verði fólk til staðar að meta hvort konur séu byrjaðar í fæðingu eða ekki. „Kæru verðandi foreldrar. Því miður getum við ekki boðið upp á að konur fæði á HSS þar til hita hefur verið komið á Reykjanesið aftur. Við munum áfram sinna mæðravernd og bráðaþjónustu eins og vant er. Við munum einnig vera á staðnum til að meta hvort konur eru byrjaðar í fæðingu eða ekki og leiðbeina með val á fæðingarstað ef þess gerist þörf. Minnum á að konur þurfa alltaf að hringja á undan sér ef þær óska eftir skoðun.“ segir í tilkynningu, en þar er einnig bent á símanúmerið 422-0542 vanti fólki frekari upplýsingar. Meira frá SuðurnesjumNafnaval á sameinað sveitarfélag frestast – Æskilegt að íbúar fái tíma til að meta tillögurnarNemendur fá ókeypis skólamáltíðirLeggja til að boðið verði upp á ókeypis tíðarvörur í grunnskólumVarðskip til taks við GrindavíkÓska eftir tilboðum í þróunarreit í ört stækkandi sveitarfélagiÓska eftir afstöðu sveitarfélaga á Suðurnesjum til gjaldtöku á ferðamannastöðumSkorað á Pál Val að fara fram á ný – Náði miklu í gegn [...]