sudurnes.net
Fá vitneskju um komu flóttafólks til Reykjanesbæjar í gegnum strætókerfið - Local Sudurnes
Svo virðist sem Reykjanesbær fái ekki vitneskju fyr­ir fram áður en Vinnu­mála­stofn­un tek­ur íbúðir á leigu í sveitarfélaginu. Stofnunin hefur tekið fjölda fjölbýlishúsa og hótela a leigu að undanförnu. Sviðsstjóri hjá Reykja­nes­bæ, seg­ir í samtali við mbl.is að aðkoma sveit­ar­fé­lags­ins sé lít­il sem eng­in. „Sveit­ar­fé­lagið kem­ur ekki beint að þessu. Við fáum bara beiðni um strætó­kort og þannig vit­um við að íbúðir hafi verið tekn­ar á leigu fyr­ir um­sækj­end­ur um alþjóðlega vernd. Ef ég man rétt þá eru þetta um 1.100 kort sem við höf­um af­hent.” Er haft eftir sviðsstjóranum á vef Morgunblaðsins, mbl.is. Félagsmálaráðherra hefur látið hafa eftir sér að verið sé að vinna í aðgerðaráætl­un um það hvernig hægt sé að styðja frek­ar við um­sækj­end­ur um alþjóðlega vernd í Reykja­nes­bæ og aðstoða sveitarfélagið með einhverjum hætti. Meira frá SuðurnesjumValgeir tók fyrstu leggina í slökkvibílahringekju IsaviaStolið fyrir hundruð þúsundaIsavia eykur fyrstu hjálparþjónustu – Slysum hefur fjölgað með fjölgun farþegaLeoncie býður áritaða hljómplötu til sölu á milljón – Myndband!Engin hætta á að viðskiptavinir hefðu fengið “traðkaðar” Dominos pizzurBjóða upp á skyndihjálparnámskeið sem miðar að ungabörnumKvikmyndin “Ég man þig” tekin upp að hluta í BakkaVatnsmelóna, gúrka og minta – Fáránlega flott blandaReiðubúin að takast á við eldgos ef til þess kemurVilja [...]