sudurnes.net
Fá viðurkenningu fyrir þjónustu og hreinlæti í heimsfaraldri - Local Sudurnes
Keflavíkurflugvöllur hefur, ásamt 5 öðrum flugvöllum, verið valinn í hóp með bestu flugvöllum í Evrópu í sínum stærðarflokki hvað varðar þjónustugæði. Þá er Keflavíkurflugvöllur einnig meðal 20 flugvalla í Evrópu sem hljóta sérstaka viðurkenningu Alþjóðasamtaka flugvalla (ACI) fyrir hreinlæti á síðasta ári. Þjónustukönnun ACI, Airport Service Quality Programme (ASQ), er meðal viðurkenndustu mælinga sem gerðar eru á þjónustugæðum flugvalla. Farþegar á flugvöllum um allan heim eru spurðir staðlaðra spurninga um þjónustu og upplifun. Samanburðurinn er því samræmdur og umfangsmikill, bæði milli flugvalla og ára. Keflavíkurflugvöllur hlaut nú annað árið í röð bæði viðurkenningu fyrir þjónustu í sínum stærðarflokki í Evrópu og fyrir hreinlætis- og öryggisaðgerðir í heimsfaraldri. Síðarnefnda viðurkenningin var fyrst veitt í fyrra en þá var upplifun farþega af öryggi og hreinlæti á flugvöllum mæld og mat lagt á aðgerðir sem gripið var til á hverjum flugvelli vegna heimsfaraldursins. Þótti Keflavíkurflugvöllur hafa haldið vel á spöðunum í þeim efnum í fyrra. Þessu til viðbótar þá er þetta fjórða árið í röð sem Keflavíkurflugvöllur fær viðurkenninguna fyrir bestu þjónustuna í sínum stærðarflokki í Evrópu. “Það er mjög góð samvinna starfsfólks Isavia og allra rekstraraðila á Keflavíkurflugvelli sem hefur skilað þessum góða árangri. Við höfum náð að halda háum þjónustugæðum í [...]