sudurnes.net
Fá þrjár klukkustundir í Grindavík - Svona verður fyrirkomulagið - Local Sudurnes
Öryggi og velferð Grindvíkinga verður í fyrirrúmi þegar bærinn verður opnaður fyrir íbúum eftir helgi. Gengið er útfrá því að allir íbúar fái jöfn tækifæri til að vitja eigna sinna á næstu dögum. Fyrst um sinn er gert ráð fyrir að íbúar geti verið þrjár klukkustundir í bænum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum sem leggja mikið upp úr því að þetta sé allt unnið í góðri samvinnu við Grindvíkinga. Á þessum fyrstu dögum í þessari opnun verður gengið út frá að íbúar geti verið heima í þrjá klukkutíma. Þetta er gert til þess að sem flest fái að fara heim á fyrstu dögunum, segir í tilkynningunni. Ástæða þessara takmarkana er að ekki er talið öruggt að hafa of marga inn í bænum í einu. Að því sögðu þá liggur fyrir að tíminn sem íbúar fá í næsta skipti er töluvert lengri og því meiri tími til að gera það sem íbúar óska eftir að gera, eins og t.d. að flytja búslóð. Almannavarnir gera sér grein fyrir að þarfir og óskir íbúa eru mismunandi en nauðsynlegt er að íbúar komist heim til að vitja eigna sinna. Viðbúið er að ýmis mál geti komið upp á og því verða inni [...]