Nýjast á Local Suðurnes

Fá milljónir í bætur eftir sandfok frá bílastæði

Héraðsdómur Reykjaness hefur komist að þeirri niðurstöðu að Grindavíkurbær hafi sýnt af sér saknæma og ólögmæta háttsemi, með því að hafa látið bílastæði við íþróttahúsið Hópið standa ómalbikað í fleiri ár, með þeim afleiðingum að tjón varð á bifreiðum íbúa í nágrenninu.

Hjón í nálægu húsi höfðuðu mál gegn sveitarfélaginu þar sem sandur og ryk hafi fokið úr bílaplaninu yfir á hús og bíla hjónanna. Bótakrafa í málinu hljóðaði upp á þrjátíu milljónir króna og var byggð á áætluðum skiptum sem þrífa þurfti húsið og nágrenni með vísan til gagna Veðurstofunnar, segir í frétt á vef Vísis.

Dómari taldi hins vegar ekki hafa verið sýnt fram á að sandfok hafi átt sér stað í öll skiptin. Bætur voru því taldar réttilega ákvarðaðar 3,4 milljónir króna með dráttarvöxtum.