sudurnes.net
Fá fimm mínútur til að sækja nauðsynjar - Svona fer aðgerðin fram! - Local Sudurnes
Íbúar í Þórkötlustaðahverfi sem fá að fara inn til Grindavíkur fara ekki þangað á eigin bílum, heldur eingöngu í fylgd lögreglu og annara viðbragðsaðila. Lögregla ítrekar í tilkynningu að um áhættusama aðgerð sé að ræða og að íbúar fái ekki að fara inn í önnur hverfi í augnablikinu. Tilkynning lögreglu, sem skýrir hvernig þessi aðgerð fer fram: Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um að hleypa íbúum inn á skilgreint svæði í Þórkötlustaðahverfi í Grindavík. Íbúar sem fá að fara inn í til Grindavíkur eiga að koma á söfnunarstaðinn sem er bílastæðið við gossvæðið, við Fagradalsfjall.- Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um að hleypa íbúum inn á skilgreint svæði í Þórkötlustaðahverfi í Grindavík, það er eingöngu gert til þess til að sækja gæludýr og ómissandi eigur. Þetta verður skipulögð og stýrð aðgerð undir stjórn lögreglunnar. Þessi heimild nær eingöngu til þessa tiltekna hverfis, og ekki annarra hverfa eða svæða í Grindavik. Athugið að sérstök aðgerð er í gangi til þess að sækja alla hesta í hestahverfinu norðan við Austurver. Við ítrekum við aðra íbúa að keyra alls EKKI í átt að Grindavík og ekki safnast saman á lokunarpóstum. Íbúar í Þórkötlustaðahverfi sem fá að fara inn til Grindavíkur fara [...]