Nýjast á Local Suðurnes

Eysteinn samdi fallegan texta við lag Einars Arnar rétt fyrir andlátið – Myndband!

Ungur Suðurnesjamaður, Eysteinn Skarphéðinsson, lést langt fyrir aldur fram þann 16. nóvember síðastliðinn, eftir baráttu við krabbamein í vélinda. Eysteinn, sem var 42ja ára þegar hann lést, var duglegur við að tjá sig um sjúkdóminn og orsakir hans og sagðist, í átakanlegu viðtali við Stundina, telja að sjúkdómurinn væri tilkominn vegna óhóflegra reykinga og slæms lífernis í gegnum tíðina en hann háði mikla og erfiða baráttu við bakkus lungan af sinni ævi.

Eitt af síðustu verkum Eysteins heitins var að semja texta við lag Einars Arnar Konráðssonar, Annar dagur. Lagið sem er að finna hér fyrir neðan hefur vakið töluverða athygli og meðal annars farið að hljóma á öldum ljósvakans.