Nýjast á Local Suðurnes

Erlendur einstaklingur úrskurðaður í gæsluvarðhald – Framvísaði fölsuðu vegabréfi

Hæstirétt­ur staðfesti í dag úr­sk­urð Héraðsdóms Reykja­ness um að úrskurða er­lend­an ein­stak­ling í gæslu­v­arðhald til 13. ágúst næstkomandi. Viðkomandi hafði framvísað breytifölsuðu vegabréfi, við landamæraeftirlit í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, að mati skilríkjasérfræðings lögreglunnar á Suðurnesjum, auk þess sem í ljós kom að vegabréfið hafði verið tilkynnt stolið.

Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að viðkomandi hafi mótmælt því að vegabréfið væri falsað.

Fyrir liggur þó að afla þurfi upplýsinga erlendis frá um kærða og er unnið að því í samstarfi við alþjóðadeild ríkislögreglustjóra að afla nánari upplýsinga um kærða og í hvaða tilgangi og á hvers vegum viðkomadi er. Þannig er framundan gagnaöflun á erlendri grundu og telji lögregla jafnframt þörf á að kanna brotaferil kærða erlendis.

Þar sem kærði er erlendur ríkisborgari sem ekki virðist eiga nein tengsl við landið, auk þess sem hætta sé á að kærði muni reyna að komast úr landi eða leynast og koma sér þannig undan málsókn eða fullnustu refsingar gangi hann laus var krafa um gæsluvarðhald samþykkt til 13. ágúst.