Nýjast á Local Suðurnes

Erfitt að fá leikskólapláss í Innri-Njarðvík

Mikil fjölgun íbúa í Innri-Njarðvíkurhverfi hefur orðið til þess að erfitt er fyrir foreldra að fá leikskólapláss fyrir börn sín, þó að viðkomandi séu búsett í hverfinu. Úthlutun leikskólaplássa hefur hins vegar gengið vel í Keflavíkurhverfi og eru enn nokkur pláss laus.

Þetta kom fram á fundi Fræðsluráðs Reykjanesbæjar, en Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi gerði á fundinum grein fyrir stöðu mála varðandi innritun barna sem fædd eru árið 2019 í leikskóla Reykjanesbæjar vor og sumar 2021. Í máli Ingibjargar kom fram að þetta kalli á að skoða þurfi stöðuna með tilliti til næstu tveggja ára.