Nýjast á Local Suðurnes

Er þetta eftirsóttasta lóðin í Reykjanesbæ? Hlutkesti fer fram milli umsóknaraðila

Innri - Njarðvík

Hvort sem ástæðan sé lóðaskortur í Reykjanesbæ eða hreinlega bara góðir nágrannar þá viðrðist sem það sé nokkur eftirspurn eftir því að fá að búa við Hamradal 3 í Innri – Njarðvíkurhverfi Reykjanesbæjar, en fimm aðilar sóttu um lóðina og því þarf hlutkesti til við úthlutunina. Þetta kemur fram í fundargerð Umhverfis- og skipulagsráðs sveitarfélagsins.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hlutkesti þarf til við úthlutun lóða í sveitarfélaginu en þó mun vera sjaldgjæft að svo margir sæki um sömu lóðina. Greint verður frá niðurstöðum hlutkestis á næsta fundi ráðsins.

Mynd: Skjáskot / ja.is