Nýjast á Local Suðurnes

Er það refsing að krúttast á Kvíabryggju í rándýrri Boss peysu chillandi á Skype?

Jæja elskurnar, hérna kemur föstudagspistill, ég veit að hann væri skemmtilegri ef hann kæmi beint frá Kvíabryggju, en það er með ólíkindum að ég hef ekki verið sendur í hvíldarinnlögn þar ennþá.

Árni Árna

Árni Árna

Stöð 2 sýndi í vikunni fyrsta þáttinn af Landnemunum sem er mjög fróðleg þáttasería um landnám Íslands frá ýmsum sjónarhornum og kenningum. Fram hafa komið vísbendingar um að Ingólfur Arnarsson var ekkert fyrsti sauðurinn til að stíga hér á land. Ekki eru þó fræðimenn allir á sömu blaðsíðunni og sumir ekki á því að samþykkja það að íslendingasagan sem kennd hefur verið í gegnum tíðina sé röng. Sýnt var frá fullum fundarsal þar sem nýjar kenningar voru kynntar almenningi og var áhuganum fagnað ákvaft. Nema að þegar sýnt var yfir salinn kom það glögglega í ljós að áhuginn var bara hjá nánustu afkomendum landnámsmanna, það var engin undir áttrætt í salnum og má þakka fyrir að engin kvaddi á meðan kynningin fór fram – skemmtilegir þættir sem ég mun án efa fylgjast með og skipa mér þar með í höp eldri borgara sem hafa áhuga á sögu lands og þjóðar.

Ég er farinn að snúast í hringi varðandi hugmyndir um menntakerfið. Ég styð heilshugar að að grunnskólanám og framhaldsskólanám renni saman í eitt og ljúki við 18 ára aldur með stúdentsprófi. Í vikunni voru viðraðar hugmyndir um að börn hefji grunnskólanám við 5 ára aldur og ljúki grunnskóla 15 ára. Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra tók ekkert illa í þessar hugmyndir, en ég er ekki sannfærður. Megum við ekki bara aðeins njóta þess að vera lítil sæt kríli og leika okkur aðeins áður en skólagangan hefst. Að mínu mati er þessi skólaskylda að verða örlítið kæfandi. Börn lokuð inn í skólabyggingum fram í júní og mætt síðla í ágúst. Ég kannski er bara fastur í viðjum vanans, ég man bara hvað maður beið eftir að skólanum lyki til að komast út að leika sér. náms Ég man nú eftir því þegar ég fór fyrsta daginn minn í Gerðaskóla, 6 ára, þegar ég kom heim spurði mamma hvernig gekk. „Púff ekki vel, ég þarf að mæta aftur á morgun,“

Það var áhugavert að sjá sjónvarpsviðtal við vitringa þrjá beint úr betri stofunni á Kvíabryggu. Þar sátu þeir með geislabauginn eins og saklausir menntskælingar ásakaðir um að hafa mætt fullir á skólaball. Nei þeir báðu ekki um spa eða rauðvín með matnum – Þarna voru á ferð vitringar sem vöruðu þjóðina við þeirri heimsku að trúa á dómskerfið, þeir ætla ekki að brenna sig aftur þeirri vitleysu. En það sem viðtalið bar úr skauti sér var, að það er nú ekki mikil refsing í því að krúttast á Kvíabryggju í rándýrri Boss peysu chillandi á skype – svo er þetta miklu ódýrara en að leggjast inn á heilsuhælið í Hveragerði.

Sem betur fer hefur lækkun á heimsmarkaðsverði á olíu og bensíni skilað sér í veski landsmanna upp á síðkastið. Heimsmarkaðsverðið á olíutunnunni fór í vikunni niður fyrir framleiðslukostnað sem kemur sér afar ílla fyrir til að mynda Noreg. Ef ástandið lagast ekki gæti farið svo að norðmenn gætu þurft að sækja í olíufjársjóðinn sinn sem er víst verulega magur. EN það sem vekur athygli er að verð á metan hefur hækkað – ástaðan er jú að metan er framleitt á Íslandi. Ég er svo vitlaus að skila ekki íslenska framleiðslu og verðlag. Taldi að ódýrara væri að framleiða á staðnum í stað flutninga þúsunda kílómetra, tolla og annarra gjalda. En svo áttaði ég mig auðvitað á þessu, Sorpa framleiðir metan úr sorpi og getur ekki því komið í veg fyrir eftirspurn umfram framboð þar sem Reykjavíkurborg nennir ekki að sækja ruslið okkar nema annaðslagið – það vantar ruslið sem hrúgast upp í húsgörðum og ruslageymslum borgarbúa. Það er ljótt ef metan-bíleigendur þurfa að fara að hnupla rusli nágrannanna og fara með sjálfir til Sorpu í von um metan á bíldrusluna.

Lögreglan í Kópavogi lagði fram kæru gegn manni og sökuðu hann fyrir fróun fyrir framan lögreglubíl. Atvikið var tekið upp á myndband, en eins margt sem er ekki alveg á hreinu hjá Lögreglunni um þessar mundir var myndbandinu eytt. Maðurinn þrætti fyrir dómi en var sakfelldur í héraði en fundinn saklaus í Hæstarétti. Hann sagðist hafa verið að pissa, en Lögreglan taldi hann strjúka brunaslönguna með óviðeigandi hætti. Spurning hvort Biggi lögga geti tekið upp kennslumyndband og sýnt muninn á að pisaa og og strjúka ? Hver kannast ekki við að hrista slönguna aðeins til að ná helv…. síðasta dropanum sem er alltaf jafn erfiður.

Átti dagskrárdeild RÚV ekki von á að pólitísk ádeila í barnaefni færi öfugt ofan í þjóðina ? Hvaða stefna var í gangi hjá þeim sem komu að gerð Stundina okkar ? Þetta er bara tilraun til heilaþvottar á óhörðnuðum litlum einstaklingum. Þetta er í raun bara svipuð áhersla og Hitlerisminn var, þegar kennslubækur barna voru notaðar til að heilaþvo heila þjóð. „Ef Hitler á þrjú epli og gefur eitt, hvað á Hitler þá mörg epli eftir? Gói greyið hefur nú beðið afsökunar á þessu og hefur vonandi áttað sig á að það má ekki ruglast á handritum áramótaskaupsins og barnaefnis.

WOW air auglýsti í vikunni nýja áfangastaði vestanhafs á verði sem fær næstum því útgangsfólk til að sjá fram á nokkra daga á bandarískri grundu. Blaðakonan Nicole Nguyen hjá BuzzFeed í Bandaríkjunum tók samt draumana og slátraði þeim. Hún benti á í skrifum sínum að WOW beiti blekkingum. Hægt sé að fá farseðill hræódýran, en þegar bóka á farseðilinn heim skýtur skökku við og verðið fer á flug og margfaldast. Þá þarf að greiða fyrir innritun á töskum og framvegis. Nicole segir að WOW troði á ýmsum aukakostnaði til að ná að krukka meira í veskið. Það er mikið til í þessu þegar verslað er við lággjaldaflugfélög. Ég hef alveg séð þetta, ódýrt að skutlast út en mun dýrara að komast aftur til baka. Þá var einn vinur minn sem sagði við mig að maður kaupir ekkert farseðil heim á sama tíma. Hann sagðist alltaf kaupa aðra leiðina og þegar hann kemur á aðfangastað fer hann á netið og kaupir hræódýran farseðil hjá WOW heim. Þannig að þegar keypt er ferð heim og til baka með WOW er maður að tapa peningum – þetta er sparnaðarráð vikunnar.

Góða helgi