Nýjast á Local Suðurnes

Enn tafir á Keflavíkurflugvelli vegna kjarabaráttu

Kjara­bar­átta flug­um­ferðar­stjóra við Isavia heldur áfram, en töluvert var um seinkanir á brottförum frá Keflavíkurflugvelli í morgun. Flestar seinkanirnar voru um 30 mínutur en dæmi voru um allt að tveggja tíma tafir.

Guðjón Arn­gríms­son, upp­lýs­inga­full­trúi Icelanda­ir, seg­ir í samtali við mbl.is, að seinkan­irn­ar komi sér ekki á óvart. „Það voru mikl­ar seinkan­ir á flugi þenn­an morg­un­inn eins og marga und­an­farna daga,“ seg­ir Guðjón. „Það eru verk­fallsaðgerðir í gangi sem valda rösk­un á flugi, þar virðist ekki vera neitt lát á. Því miður.“

Guðjón seg­ir að á und­an­farið hafi flugi seinkað um allt að einn til tvo klukku­tíma. „Það er regl­an frek­ar en und­an­tekn­ing­in,“ seg­ir hann.