sudurnes.net
Enn skemmdarverk á leik- og íþróttasvæðum í Grindavík - Local Sudurnes
Enn eru unnar skemmdir á leik- og íþróttasvæðum í Grindavík en stutt er síðan við greindum frá skemmdarverkum á körfboltavelli við Hópsskóla. Bæjaryfirvöld í Grindavík benda fólki á að skemmdarverkin kosta vinnu bæjarstarfsmanna auk þess sem töluverður kostnaður fylgir viðgerðum á mannvirkjunum. Eitthvað virðist það vefjast fyrir sumum Grindvíkingum hvernig á að ganga um sameiginlegar eigur okkar bæjarbúa. Fréttin um skemmdir á körfuboltavellinum var varla komin í loftið þegar okkur barst ábending um fleiri skemmdarverk. Í þetta skiptið var það sparkvöllurinn við Iðuna sem fékk að finna fyrir spörkum skemmdarvarga og karfa við Hópsskóla sem er mölbrotin eftir grjótkast. Starfsmenn bæjarins hafa í dag unnið að viðgerð, sem bæði kostar vinnu þeirra og peninga. Það eru til margar betri leiðir til að eyða vinnutíma bæjarstarfsmanna en þessi, fyrir utan þá staðreynd að kostnaðurinn kemur úr okkar eigin vasa og bitnar á öðrum verkefnum sem þurfa að sitja á hakanum, segir á heimasíðu Grindavíkurbæjar. Meira frá SuðurnesjumGrindavíkurbær einfaldar samningagerð við íþróttahreyfingunaSkít dreift yfir vinsælt útivistarsvæði – “Munum finna farsæla lausn á þessu”Bæjarstjórn Reykjanesbæjar: Ekki hægt að bíða lengur með tvöföldun ReykjanesbrautarMiklu magni lyfja stolið úr apóteki – Enn brotist inn í báta í NjarðvíkurhöfnAuglýsing Nonna og Bubba frá árinu 1958 fer á [...]