Nýjast á Local Suðurnes

Enn í gæsluvarðhaldi vegna myndbirtinga á netinu – Fjöldi kæra á borði lögreglu

Erlendur karlmaður­ á fimmtugsaldri sem grunaður er um að hafa haldið úti vefsíðu með tug­um mynda af stúlk­um und­ir lögaldri, sem hann sagðist gera út í fylgd­arþjón­ustu, hef­ur verið hneppt­ur í gæslu­v­arðhald og mun sæta því fram á föstu­dag, að minnsta kosti.

Fjöldi kæra hefur borist lögreglu frá for­eldr­um barna á hend­ur mann­in­um, sem hand­tek­inn var í síðustu viku, grunaður um að áreita ung­ar stúlk­ur og birta mynd­ir af þeim á net­inu. Þetta seg­ir Jón Hall­dór Sig­urðsson, lög­reglu­full­trúi hjá lög­regl­unni á Suður­nesj­um við mbl.is. Rann­sókn­ lögreglu miðar vel, að sögn Jóns Halldórs, sem segir for­eldr­ar barn­anna al­mennt vera ánægða með störf lög­reglu og viðbrögð henn­ar.