sudurnes.net
Enn dregur úr krafti gossins - Local Sudurnes
Áfram dregur úr krafti gossins. Á nýjum yfirlitsmyndum af svæðinu sést að nú gýs úr tveimur gígum. Mest virkni er í gígnum sem er beint austur af Sýlingarfelli og er syðsti gígurinn af þessum þremur sem voru virkir í gær. Hraun heldur áfram að flæða í austur út frá eldstöðvunum, en einnig hefur hrauntunga runnið í vestur fyrir norðan Stóra-Skógsfell. Engin breyting er sjáanleg á hraunjaðrinum sem er lengst í suður. Á gervitunglamyndum sem teknar voru í gærkvöldi sést að hraunbreiðan sem hefur myndast er um 3,7 km2 að flatarmáli. Í dag verður vestlæg átt og möguleiki að gasmengun berist yfir höfuðborgarsvæðið um tíma. Vindur verður norðvestlægari í kvöld og á morgun og þá fer mengunin til suðausturs og út á haf. Meira frá SuðurnesjumFrystihús óstarfhæft vegna flóðaByggða- og Listasafn Reykjanesbæjar fá styrki frá SafnasjóðiVill einkavæðingu: “Engin ástæða fyrir hið opinbera að eiga og reka alþjóðaflugvöll”Engin úr Íslandsmeistaraliðinu í úrvalsliðinuGeldingadalagos kostaði Grindavíkurbæ milljónatugiHakkarar herja á SuðurnesjaleikiLoka gönguleið vegna hraunrennslisKaffitár krefst þess að sýslumaður sæki gögn til Isavia450 einstaklingar sæta sóttkví á SuðurnesjumÞriggja bíla árekstur á Reykjanesbraut – Ökumennirnir sluppu allir ómeiddir