Nýjast á Local Suðurnes

Engin raunhæf áætlun um hvernig bæta eigi úr fjármálum Reykjanesbæjar

Fjármál Reykjanesbæjar eru í óefni og raunhæf áætlun hafi ekki verið lögð fram um hvernig bæta eigi úr. Þetta segir eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga í bréfi sem hún sendi bæjaryfirvöldum í gær, en það var tekið fyrir í bæjarráði í morgun. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV, þar kom einnig fram að óhjákvæmilegt sé að leggja til að Reykjanesbæ verði skipuð fjárhaldsstjórn.

Reykjabesbær fær frest til 25. maí til að gera athugasemdir, en bæjaryfirvöld hyggjast óska eftir að hann verði framlengdur til að bæjarstjórn geti tekið bréfið til umræðu.